Sláttutraktor 4 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 14:30 Honda finnst greinilega gaman að leika sér með eigin framleiðsluvörur. Þeir settu 1000cc mótor úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli í Honda sláttutraktor og fyrir vikið er hann sá sneggsti í heimi. Hann kemst á hundrað kílómetra hraða á sléttum 4 sekúndum. Að auki hefur hann hámarkshraðann 209 km/klst. Að sjálfsögðu þurfti að breyta fjöðrun og dekkjum, sem og yfirbyggingunni örlítið, en að mestu leiti lítur hann út eins og venjulegur slátturtraktor. Hann getur líka virkað sem slíkur og slær á 25 kílómetra hraða, eða um helmingi hraðar en flestir aðrir sláttutraktorar. Þyngd hans er aðeins um 140 kíló en vélin 109 hestafla, svo það er kannski ekki nema von að hann sé snöggur upp. Hann er eins snöggur í hundraðið og 557 hestafla Mercedes Benz S-Class 63 AMG. Hægt er að virða fyrir sér afl og akstursgetu traktorsins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Honda finnst greinilega gaman að leika sér með eigin framleiðsluvörur. Þeir settu 1000cc mótor úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli í Honda sláttutraktor og fyrir vikið er hann sá sneggsti í heimi. Hann kemst á hundrað kílómetra hraða á sléttum 4 sekúndum. Að auki hefur hann hámarkshraðann 209 km/klst. Að sjálfsögðu þurfti að breyta fjöðrun og dekkjum, sem og yfirbyggingunni örlítið, en að mestu leiti lítur hann út eins og venjulegur slátturtraktor. Hann getur líka virkað sem slíkur og slær á 25 kílómetra hraða, eða um helmingi hraðar en flestir aðrir sláttutraktorar. Þyngd hans er aðeins um 140 kíló en vélin 109 hestafla, svo það er kannski ekki nema von að hann sé snöggur upp. Hann er eins snöggur í hundraðið og 557 hestafla Mercedes Benz S-Class 63 AMG. Hægt er að virða fyrir sér afl og akstursgetu traktorsins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent