Móðir og 3 börn létust vegna kappaksturs ungra ökumanna Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2013 15:15 Frá slysstað í Philadelphia Hörmulegt slys varð í bandarísku borginni Philadelphia í vikunni er tveir ungir menn voru í kappakstri. Annar bíllinn, ofuröflugur Audi S4, ók á konu og fjögur börn hennar og dóu þau öll nema elsta barnið, 5 ára drengur. Hann slapp með minniháttar meiðsl. Hin börnin voru eins, tveggja og fjögurra ára gömul. Vitni segja að til ökumannanna hafi sést í miklu hraðakstri á líklega um 100 mílna, eða 160 kílómetra ferð. Þar sem fjölskyldan gekk yfir götuna var ekki gangbraut, en þó fjölfarið yfir þar af gangandi vegfarendum vegna almenningsgarðs sem þar er við hlið. Hvatt er nú til þess að þarna verði sett upp gönguljós í kjölfar slyssins. Báðir ökumennirnir hafa verið handteknir og kærðir fyrir morð af gáleysi. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent
Hörmulegt slys varð í bandarísku borginni Philadelphia í vikunni er tveir ungir menn voru í kappakstri. Annar bíllinn, ofuröflugur Audi S4, ók á konu og fjögur börn hennar og dóu þau öll nema elsta barnið, 5 ára drengur. Hann slapp með minniháttar meiðsl. Hin börnin voru eins, tveggja og fjögurra ára gömul. Vitni segja að til ökumannanna hafi sést í miklu hraðakstri á líklega um 100 mílna, eða 160 kílómetra ferð. Þar sem fjölskyldan gekk yfir götuna var ekki gangbraut, en þó fjölfarið yfir þar af gangandi vegfarendum vegna almenningsgarðs sem þar er við hlið. Hvatt er nú til þess að þarna verði sett upp gönguljós í kjölfar slyssins. Báðir ökumennirnir hafa verið handteknir og kærðir fyrir morð af gáleysi.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent