Nýr Mazda3 Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 08:45 Mazda3 er með kunnuglegan framenda frá stóra bróður, Mazda6 Myndir eru farnar að berast af nýjum Mazda3 af árgerð 2014. Það eru góðar fréttir að hann ber mikinn keim af stærri bróður hans, Mazda6, sem mörgum þykir einkar fagur bíll. Grimmur framendinn svipar mjög til stóra bróður og hann fær að auki nokkrar af sömu vélunum sem í boði eru í Mazda6 og verður því þess sprækari. Sú minnsta er 99 hestafl 1,5 SkyActive bensínvél, en einnig 2,0 lítra bensínvél með misöflugri útfærslu, 118 og 165 hestafla. Hann fær einnig 2,2 lítra dísilvélina sem finnst í Mazda6 og CX-5 jepplingnum, en er bæði til 150 og 175 hestafla og togar heil ósköp, eða 380 eða 420 Nm. Bíllinn hefur farið í mikla megrun að sögn Mazda en tæpt er þó að hann hafi lést eins mikið og Mazda6, eða um 152 kíló. Bíllinn hefur einnig fengið hressilega yfirhalningu innandyra og nokkuð breytta efnisnotkun. Hún ætti einnig að vera í ætt við Mazda6 og er það vel. Lengra er nú milli hjóla og ætti það að skila enn betri aksturseiginleikum. Skottið er að auki stærra. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent
Myndir eru farnar að berast af nýjum Mazda3 af árgerð 2014. Það eru góðar fréttir að hann ber mikinn keim af stærri bróður hans, Mazda6, sem mörgum þykir einkar fagur bíll. Grimmur framendinn svipar mjög til stóra bróður og hann fær að auki nokkrar af sömu vélunum sem í boði eru í Mazda6 og verður því þess sprækari. Sú minnsta er 99 hestafl 1,5 SkyActive bensínvél, en einnig 2,0 lítra bensínvél með misöflugri útfærslu, 118 og 165 hestafla. Hann fær einnig 2,2 lítra dísilvélina sem finnst í Mazda6 og CX-5 jepplingnum, en er bæði til 150 og 175 hestafla og togar heil ósköp, eða 380 eða 420 Nm. Bíllinn hefur farið í mikla megrun að sögn Mazda en tæpt er þó að hann hafi lést eins mikið og Mazda6, eða um 152 kíló. Bíllinn hefur einnig fengið hressilega yfirhalningu innandyra og nokkuð breytta efnisnotkun. Hún ætti einnig að vera í ætt við Mazda6 og er það vel. Lengra er nú milli hjóla og ætti það að skila enn betri aksturseiginleikum. Skottið er að auki stærra.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent