Kýr strunsar burt úr árekstri Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 13:15 Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent