Bandaríkjamaðurinn Chris Weidman gerði sér lítið fyrir og sigraði Brasilíumanninn Anderson Silva í titilbardaga í millivigt í UFC í nótt. Weidman rotaði Silva í annari lotu og þar við sat.
Sigurinn er sérstaklega merkilegur þar sem Silva hefur verið konungur UFC í mörg ár og átti hann bæði lengstu sigurgöngu og titilvernd í sögu UFC.
Weidman hefur komið eins og stormsveipur inn í UFC en hann er ósigraður og er hann með tíu sigra í keppninni.
Silva gaf það til kynna í viðtali eftir slaginn að það væri ólíklegt að hann myndi reyna að endurheimta titilbeltið. Það er því ekki ólíklegt að það styttist í að þessi frábæri bardagamaður hætti alfarið að berjast.
Weidman sigraði kónginn í UFC

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn

