Renault smíðar Nissan Micra Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 08:45 Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent
Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent