Fiat eykur hlut sinn í Chrysler um 3,3% Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 10:45 Sergio Marchionne forstjóri Fiat Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent