Slæm athyglisgáfa eða hröð förgun? Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 10:30 Ökumaður vörubíls í Rússlandi tók ekki eftir því í nokkrar mínútur að farmurinn á vörubílspalli hans stóð í ljósum logum er hann ók eftir götunum. Á eftir honum ók bíll sem hafði, eins og margur annar bíllinn þar, upptökuvél sem náði þessu skondna atviki sem sést í myndskeiðinu að ofan. Í fyrstu er eldurinn ekki svo mikill en þó mjög greinilegur. Athygli bílstjórans vaknar þó ekki við það, ekki fyrr en logarnir standa marga metra uppúr bílnum með tilheyrandi reykjarstrók. Þá bregður hann á það ráð að stöðva vörubílinn og sturtar brennandi farminum í næsta vegarkant og bjargar líklega fyrir vikið bílnum sjálfum. Kannski er þetta bara enn ein frumleg aðferðin til að eyða rusli austur í Rússlandi. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Ökumaður vörubíls í Rússlandi tók ekki eftir því í nokkrar mínútur að farmurinn á vörubílspalli hans stóð í ljósum logum er hann ók eftir götunum. Á eftir honum ók bíll sem hafði, eins og margur annar bíllinn þar, upptökuvél sem náði þessu skondna atviki sem sést í myndskeiðinu að ofan. Í fyrstu er eldurinn ekki svo mikill en þó mjög greinilegur. Athygli bílstjórans vaknar þó ekki við það, ekki fyrr en logarnir standa marga metra uppúr bílnum með tilheyrandi reykjarstrók. Þá bregður hann á það ráð að stöðva vörubílinn og sturtar brennandi farminum í næsta vegarkant og bjargar líklega fyrir vikið bílnum sjálfum. Kannski er þetta bara enn ein frumleg aðferðin til að eyða rusli austur í Rússlandi.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent