Audi rekur þróunarstjórann Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 09:36 Wolfgang Dürheimer brottrekinn þróunarstjóri Audi Wolfgang Dürheimer hefur gegnt starfi þróunarstjóra Audi frá miðju síðasta ári og bar hann ábyrgð á stefnu Audi varðandi framleiðslulínu fyrirtækisins og áherslur í tækniþróun. Svo oft hefur stefna Dürheimer stangast á við skoðanir forstjóra Volkswagen Group, Martin Winterkorn, að hann hefur nú rekið Dürheimer, segir í tímaritinu Des Spiegel. Áður en Dürheimer hóf störf hjá Audi gegndi hann samskonar starfi hjá Bentley og Bugatti, en bæði þau merki tilheyra Volkswagen. Þar á undan var hann þróunarstjóri Porsche og er hann ef til vill þekktastur fyrir að hafa tekið ákvörðun um framleiðslu á Cayenne jeppanum sem reynst hefur Porsche svo arðsamt. Hjá Audi hefur Dürheimer dregið mjög úr áherslu á rafmagnsbíla og hann tók ákvörðun um að stöðva kostnaðarsama þróun R8 E-Tron og A1 E-Tron rafmagnsbílanna. Winterkron hefur einnig verið óánægður með stefnu Dürheimer í hönnun og útliti Audi bíla og á endanum gátu þeir tveir hreinlega ekki unnið saman. Framtíð Dürheimer hjá Volkswagen grúppunni er óljós sem stendur, en eftirmaður hans verður Ulrich Hackenberg. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Wolfgang Dürheimer hefur gegnt starfi þróunarstjóra Audi frá miðju síðasta ári og bar hann ábyrgð á stefnu Audi varðandi framleiðslulínu fyrirtækisins og áherslur í tækniþróun. Svo oft hefur stefna Dürheimer stangast á við skoðanir forstjóra Volkswagen Group, Martin Winterkorn, að hann hefur nú rekið Dürheimer, segir í tímaritinu Des Spiegel. Áður en Dürheimer hóf störf hjá Audi gegndi hann samskonar starfi hjá Bentley og Bugatti, en bæði þau merki tilheyra Volkswagen. Þar á undan var hann þróunarstjóri Porsche og er hann ef til vill þekktastur fyrir að hafa tekið ákvörðun um framleiðslu á Cayenne jeppanum sem reynst hefur Porsche svo arðsamt. Hjá Audi hefur Dürheimer dregið mjög úr áherslu á rafmagnsbíla og hann tók ákvörðun um að stöðva kostnaðarsama þróun R8 E-Tron og A1 E-Tron rafmagnsbílanna. Winterkron hefur einnig verið óánægður með stefnu Dürheimer í hönnun og útliti Audi bíla og á endanum gátu þeir tveir hreinlega ekki unnið saman. Framtíð Dürheimer hjá Volkswagen grúppunni er óljós sem stendur, en eftirmaður hans verður Ulrich Hackenberg.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent