Konur oft ofrukkaðar á bílaverkstæðum Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 10:45 Maðkur í mysunni hjá bílaverkstæðum vestanhafs Sjónvarpsstöðin ABC í Bandaríkjunum er með þátt í dagskrá sinni sem heitir "The Lookout" og þar fara fréttamenn leynilega ofan í saumana á ýmsum málum og hafa oftsinnis stungið á kýlum. Fréttamenn ABC flettu nýlega ofan af nokkrum bílaverkstæðum sem staðin voru að því að ofrukka konur fyrir bílaviðgerðir. Þeir lugu til um galla sem ekki voru til staðar og jafnvel urðu valdar af bilunum sem þeir síðan gerðu við, ef viðskiptavinirnir voru kvenkyns. Átti þetta bæði við um bílaverkstæði sem tilheyrðu stórum keðjum bílaverkstæða, sem og stakra verkstæða. Þessi niðurstaða ABC staðfestir nýlega rannsókn Northwest University Kellogg School of Management og AutoMD sem komust höfðu að því að mjög misjöfn verðlagning var á ákveðnum bílaviðgerðum. Ennfremur komust þessir aðilar að því að eftir því sem viðskiptavinir vissu minna um bíla þeim mun hærri urðu reikningarnir. Kom þetta að vonum verst niður á konum. Þeir sem hinsvegar höfðu greinilega mikið vit á bílum og bilunum þeim sem þeir stóðu frammi fyrir fengu mun lægri reikninga fyrir viðgerðunum. Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent
Sjónvarpsstöðin ABC í Bandaríkjunum er með þátt í dagskrá sinni sem heitir "The Lookout" og þar fara fréttamenn leynilega ofan í saumana á ýmsum málum og hafa oftsinnis stungið á kýlum. Fréttamenn ABC flettu nýlega ofan af nokkrum bílaverkstæðum sem staðin voru að því að ofrukka konur fyrir bílaviðgerðir. Þeir lugu til um galla sem ekki voru til staðar og jafnvel urðu valdar af bilunum sem þeir síðan gerðu við, ef viðskiptavinirnir voru kvenkyns. Átti þetta bæði við um bílaverkstæði sem tilheyrðu stórum keðjum bílaverkstæða, sem og stakra verkstæða. Þessi niðurstaða ABC staðfestir nýlega rannsókn Northwest University Kellogg School of Management og AutoMD sem komust höfðu að því að mjög misjöfn verðlagning var á ákveðnum bílaviðgerðum. Ennfremur komust þessir aðilar að því að eftir því sem viðskiptavinir vissu minna um bíla þeim mun hærri urðu reikningarnir. Kom þetta að vonum verst niður á konum. Þeir sem hinsvegar höfðu greinilega mikið vit á bílum og bilunum þeim sem þeir stóðu frammi fyrir fengu mun lægri reikninga fyrir viðgerðunum.
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent