Eigendur Porsche ánægðastir Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 12:45 Porsche 911 skoraði hátt J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður
J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður