Mótorhjólamaður eltur af úlfi á þjóðvegi Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2013 10:18 Úlfurinn á fullri ferð á eftir mótorhjólamanninum Honum varð ekki um sel mótorhjólamanninum sem sá ógnarstóran úlf skjótast út úr skóginum og hóf að elta hann hátt í 2 kílómetra leið á nærri 70 km hraða. Þetta gerðist nýlega á þjóðvegi í Alberta fylki í Kanada. Þrátt fyrir hversu ógnarlegt þetta var dró mótorhjólamaðurinn upp síma sinn og smellti nokkrum myndum af úlfinum á fullri ferð á eftir honum. „Það hefði ekki verið gott ef mótorhjólið hefði bilað eða orðið bensínlaust“, sagði hann. „Þegar úlfurinn, sem var stærri en nokkur hundur sem ég hef séð, var næst mér munaði ekki nema tveimur metrum og ég heyrði loppur hans smella í malbikinu“. Eltingaleikurinn endaði þegar bíll dró þá uppi, en þá skaust úlfurinn aftur út í skóg.Bíll dregur eltingaleikinn uppi og úlfurinn hverfur brátt inn í skóginn aftur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Honum varð ekki um sel mótorhjólamanninum sem sá ógnarstóran úlf skjótast út úr skóginum og hóf að elta hann hátt í 2 kílómetra leið á nærri 70 km hraða. Þetta gerðist nýlega á þjóðvegi í Alberta fylki í Kanada. Þrátt fyrir hversu ógnarlegt þetta var dró mótorhjólamaðurinn upp síma sinn og smellti nokkrum myndum af úlfinum á fullri ferð á eftir honum. „Það hefði ekki verið gott ef mótorhjólið hefði bilað eða orðið bensínlaust“, sagði hann. „Þegar úlfurinn, sem var stærri en nokkur hundur sem ég hef séð, var næst mér munaði ekki nema tveimur metrum og ég heyrði loppur hans smella í malbikinu“. Eltingaleikurinn endaði þegar bíll dró þá uppi, en þá skaust úlfurinn aftur út í skóg.Bíll dregur eltingaleikinn uppi og úlfurinn hverfur brátt inn í skóginn aftur
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent