Mótorhjólamaður eltur af úlfi á þjóðvegi Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2013 10:18 Úlfurinn á fullri ferð á eftir mótorhjólamanninum Honum varð ekki um sel mótorhjólamanninum sem sá ógnarstóran úlf skjótast út úr skóginum og hóf að elta hann hátt í 2 kílómetra leið á nærri 70 km hraða. Þetta gerðist nýlega á þjóðvegi í Alberta fylki í Kanada. Þrátt fyrir hversu ógnarlegt þetta var dró mótorhjólamaðurinn upp síma sinn og smellti nokkrum myndum af úlfinum á fullri ferð á eftir honum. „Það hefði ekki verið gott ef mótorhjólið hefði bilað eða orðið bensínlaust“, sagði hann. „Þegar úlfurinn, sem var stærri en nokkur hundur sem ég hef séð, var næst mér munaði ekki nema tveimur metrum og ég heyrði loppur hans smella í malbikinu“. Eltingaleikurinn endaði þegar bíll dró þá uppi, en þá skaust úlfurinn aftur út í skóg.Bíll dregur eltingaleikinn uppi og úlfurinn hverfur brátt inn í skóginn aftur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent
Honum varð ekki um sel mótorhjólamanninum sem sá ógnarstóran úlf skjótast út úr skóginum og hóf að elta hann hátt í 2 kílómetra leið á nærri 70 km hraða. Þetta gerðist nýlega á þjóðvegi í Alberta fylki í Kanada. Þrátt fyrir hversu ógnarlegt þetta var dró mótorhjólamaðurinn upp síma sinn og smellti nokkrum myndum af úlfinum á fullri ferð á eftir honum. „Það hefði ekki verið gott ef mótorhjólið hefði bilað eða orðið bensínlaust“, sagði hann. „Þegar úlfurinn, sem var stærri en nokkur hundur sem ég hef séð, var næst mér munaði ekki nema tveimur metrum og ég heyrði loppur hans smella í malbikinu“. Eltingaleikurinn endaði þegar bíll dró þá uppi, en þá skaust úlfurinn aftur út í skóg.Bíll dregur eltingaleikinn uppi og úlfurinn hverfur brátt inn í skóginn aftur
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent