Loeb rústar meti á æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2013 09:44 Sebastian Loeb á Peugeot 208 T16 bílnum við æfingar í Pikes Peak Næsta sunnudag fer Pikes Peak fjallaklifurskeppnin fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hingað til hefur þátttakendum boðist 3 æfingadagar fyrir keppnina en nú var einum degi bætt við og var fyrsti dagurinn í gær. Máttu keppendur á bílum æfa sig á neðri helmingi leiðarinnar, en mótorhjólamenn máttu fara alla leið upp. Dagurinn var ekki tíðindalaus, en tveimur ökumönnum tókst að gereyðileggja bíla sína með útafakstri. Fréttnæmara er þó að Sebastian Loeb rústaði núverandi meti Rhys Millen á neðri hlutanum. Hann rann skeiðið á 3:30,768 mínútum en Rhys náði í fyrra 3:54,835 á Hyundai Genesis Coupe Unlimited Racer bílnum. Þarna munar svo miklu að svo gæti farið að Loeb bætti met Millen um hátt í eina mínútu á sunnudaginn, þegar öll leiðin verður farin. Allavega hefur Leob bæði hæfileikana og bílinn til þess, 875 hestafla Peugeot 208 T16. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent
Næsta sunnudag fer Pikes Peak fjallaklifurskeppnin fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hingað til hefur þátttakendum boðist 3 æfingadagar fyrir keppnina en nú var einum degi bætt við og var fyrsti dagurinn í gær. Máttu keppendur á bílum æfa sig á neðri helmingi leiðarinnar, en mótorhjólamenn máttu fara alla leið upp. Dagurinn var ekki tíðindalaus, en tveimur ökumönnum tókst að gereyðileggja bíla sína með útafakstri. Fréttnæmara er þó að Sebastian Loeb rústaði núverandi meti Rhys Millen á neðri hlutanum. Hann rann skeiðið á 3:30,768 mínútum en Rhys náði í fyrra 3:54,835 á Hyundai Genesis Coupe Unlimited Racer bílnum. Þarna munar svo miklu að svo gæti farið að Loeb bætti met Millen um hátt í eina mínútu á sunnudaginn, þegar öll leiðin verður farin. Allavega hefur Leob bæði hæfileikana og bílinn til þess, 875 hestafla Peugeot 208 T16.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent