Renault Twingo poppaður upp og fær afturhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2013 14:15 Renault hefur heilmikil áform með þriðju kynslóð Twingo bíls síns sem kemur á markað á næsta ári. Twingo hefur gegnum tíðina höfðað frekar til kvenna en karla, en þessi poppaða útfærsla hans ætti að vinna karla yfir líka. Útfærsla hans sem á myndinni sést hefur fengið undirheitið TwinRun og er með 320 hestafla V6 vél, er sérstaklega sprautaður í þessum litum og að aftan er hann með stóra og áberandi vindskeið. Hann er lítil 950 kíló og aðeins 4,5 sekúndur í hundraðið. Þessi bíll gæti verið verðugur arftaki Renault 5 Turbo. Núverandi Twingo fæst nú aðeins þriggja dyra og hefur mest verið keyptur af kvenfólki. Þriðja kynslóð bílsins verður einnig í boði sem 5 dyra bíll. Miklu stærri breyting á bílnum er fólgin í því að bíllinn verður afturhjóladrifinn, en ekki framhjóladrifinn eins og nú. Afturhjóladrifið á að gera bílinn sportlegri í hegðun, en þetta er sama drif og finnst í Smart For Four. Ástæða þess er að Renault- Nissan á í samstarfi með Daimler, sem á Smart, og aðilarnir deila íhlutum í bíla sína til að spara. Hinn nýi Twingo á að etja kappi við Fiat 500 og Opel Adam og í hann mun bjóðast álíka mikið val á útfærslum og í hinum tveimur og er það víst næstum ótæmandi. Renault vonast til þess að nýr Twingo muni höfða til margra sem hugsað geta sér að skipta frá stærri gerðum bíla til minni. Staða Twingo meðal smábíla í Evrópu er ekki svo slæm en hann var 4. söluhæsti smábíllinn í fyrra. Í fyrsta sæti var Fiat Panda, Fiat 500 í öðru sæti og VW up! í því þriðja. Nú í ár hefur Twingo selst í 35.933 eintökum en seldist í 45.294 eintökum á sama tíma í fyrra. Nemur söluminnkunin 21%, langt umfram meðalsöluminnkunina í Evrópu. Því er full ástæða fyrir Renault að poppa Twingoinn rækilega upp. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Renault hefur heilmikil áform með þriðju kynslóð Twingo bíls síns sem kemur á markað á næsta ári. Twingo hefur gegnum tíðina höfðað frekar til kvenna en karla, en þessi poppaða útfærsla hans ætti að vinna karla yfir líka. Útfærsla hans sem á myndinni sést hefur fengið undirheitið TwinRun og er með 320 hestafla V6 vél, er sérstaklega sprautaður í þessum litum og að aftan er hann með stóra og áberandi vindskeið. Hann er lítil 950 kíló og aðeins 4,5 sekúndur í hundraðið. Þessi bíll gæti verið verðugur arftaki Renault 5 Turbo. Núverandi Twingo fæst nú aðeins þriggja dyra og hefur mest verið keyptur af kvenfólki. Þriðja kynslóð bílsins verður einnig í boði sem 5 dyra bíll. Miklu stærri breyting á bílnum er fólgin í því að bíllinn verður afturhjóladrifinn, en ekki framhjóladrifinn eins og nú. Afturhjóladrifið á að gera bílinn sportlegri í hegðun, en þetta er sama drif og finnst í Smart For Four. Ástæða þess er að Renault- Nissan á í samstarfi með Daimler, sem á Smart, og aðilarnir deila íhlutum í bíla sína til að spara. Hinn nýi Twingo á að etja kappi við Fiat 500 og Opel Adam og í hann mun bjóðast álíka mikið val á útfærslum og í hinum tveimur og er það víst næstum ótæmandi. Renault vonast til þess að nýr Twingo muni höfða til margra sem hugsað geta sér að skipta frá stærri gerðum bíla til minni. Staða Twingo meðal smábíla í Evrópu er ekki svo slæm en hann var 4. söluhæsti smábíllinn í fyrra. Í fyrsta sæti var Fiat Panda, Fiat 500 í öðru sæti og VW up! í því þriðja. Nú í ár hefur Twingo selst í 35.933 eintökum en seldist í 45.294 eintökum á sama tíma í fyrra. Nemur söluminnkunin 21%, langt umfram meðalsöluminnkunina í Evrópu. Því er full ástæða fyrir Renault að poppa Twingoinn rækilega upp.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent