Fór á fótboltaleik og lenti í brúðkaupi Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 10:30 Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent
Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent