Porsche 356 ekinn 1,6 milljón kílómetra og enn ekið daglega Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2013 08:45 Porsche 356 bíllinn, fagurblár og enn í stuði Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent
Það eru ekki margir bílar sem eknir eru 1,6 milljón kílómetra og þaðan af síður Porsche bílar, en þessum hefur verið ekið slíka vegalengd á 49 ára ævi sinni. Það sem meira er, honum er ekið daglega svo ennþá tikkar mælirinn áfram. Þessi bíll er af gerðinni Porsche 356 og eigandi hans á heima í San Pedro í Kaliforníu. Hann hefur ekið bílnum síðustu 40 árin og hefur greinilega farið vel með bílinn, enda eiga allir Porsche 356 það skilið. Það var faðir núverandi eiganda, Guy Newmark, sem keypti bílinn nýjan árið 1964 og hann gekk síðan í erfðir og hefur því verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær hálfa öld. Ekki slæm eigendasaga þar. Guy nýtur bílsins á hverjum degi, enda ekki um neinn venjulegan bíla að ræða.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent