Dorrit gerði ráð fyrir að Ólafur yrði ekki forseti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. júní 2013 12:55 Ólafur Ragnar og Dorrit eru glæsileg hjón. MYND/ANTON BRINK Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands þegar hún taldi ekki vera horfur á því að Ólafur Ragnar yrði forseti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fyrir stundu. Út frá þessu gerði Dorrit ráð fyrir að geta sinnt störfum sínum í London meira. Einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem eru búsettir þar, eru nú háaldraðir. Þeir eru skartgripasafnarar og er fjölskyldan vellauðug. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Hér er yfirlýsing Dorritar í heild sinni:Vegna frétta um breytingu á lögheimili mínu í fyrra vil ég taka eftirfarandi fram:Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.Breytingin var gerð samkvæmt ráðleggingum lögfræðinga á grundvelli eftirfarandi lagaákvæða:„Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“ Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands þegar hún taldi ekki vera horfur á því að Ólafur Ragnar yrði forseti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fyrir stundu. Út frá þessu gerði Dorrit ráð fyrir að geta sinnt störfum sínum í London meira. Einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem eru búsettir þar, eru nú háaldraðir. Þeir eru skartgripasafnarar og er fjölskyldan vellauðug. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Hér er yfirlýsing Dorritar í heild sinni:Vegna frétta um breytingu á lögheimili mínu í fyrra vil ég taka eftirfarandi fram:Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.Breytingin var gerð samkvæmt ráðleggingum lögfræðinga á grundvelli eftirfarandi lagaákvæða:„Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“
Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01