Mexíkó nýja draumaland ofurbílanna Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2013 13:15 Ferrari bíll Kína hefur verið mest vaxandi ákvörðunarstaður dýrra ofurbíla á undanförnum árum, en viðskiptablaðið Forbes spáir því að mikill vöxtur verði í eftirspurn eftir þannig bílum í Mexíkó á næstu árum. Fyrir stuttu barst Ferrari 15 pantanir í Ferrari LaFerrari bílinn frá Mexíkó og á Ferrari von á því að það marki einungis upphafið í góðri eftirspurn þaðan í bíla þeirra. Ýmis teikn eru á lofti sem styðja þessar væntingar. Efnahagurinn í Mexíkó er á lóðréttri uppleið og milljónamæringum fjölgar dag frá degi. Stjórnmálaástand er stöðugt, hagvöxtur mikill, menntun sífellt batnandi og nálægðin við Bandaríkin hefur gert viðskiptalífinu gott. Því horfa bílaframleiðendur dýrra bíla hýru auga til landsins sunnan við Bandaríkin. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa á undanförnum árum reist verksmiðjur í Mexíkó og eru bílaframleiðendur ekki síst þar á meðal. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Kína hefur verið mest vaxandi ákvörðunarstaður dýrra ofurbíla á undanförnum árum, en viðskiptablaðið Forbes spáir því að mikill vöxtur verði í eftirspurn eftir þannig bílum í Mexíkó á næstu árum. Fyrir stuttu barst Ferrari 15 pantanir í Ferrari LaFerrari bílinn frá Mexíkó og á Ferrari von á því að það marki einungis upphafið í góðri eftirspurn þaðan í bíla þeirra. Ýmis teikn eru á lofti sem styðja þessar væntingar. Efnahagurinn í Mexíkó er á lóðréttri uppleið og milljónamæringum fjölgar dag frá degi. Stjórnmálaástand er stöðugt, hagvöxtur mikill, menntun sífellt batnandi og nálægðin við Bandaríkin hefur gert viðskiptalífinu gott. Því horfa bílaframleiðendur dýrra bíla hýru auga til landsins sunnan við Bandaríkin. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa á undanförnum árum reist verksmiðjur í Mexíkó og eru bílaframleiðendur ekki síst þar á meðal.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent