Ferðarit Crymogeu um víða veröld Bergsteinn Sigurðsson skrifar 19. júní 2013 16:51 Kristján B. Jónasson, eigandi Crymogeu, sem tekur þátt í útgáfu ritraðarinnar 22 Places víðsvegar um Evrópu og undirbýr útgáfu stórrar bókar um Norðurlönd í Japan. „Frá upphafi hefur verið unnið að því hér á útgáfunni að koma stóru alþjóðlegu verkefni á koppinn svo reksturinn standi ekki bara á innlenda fætinum,“ segir Kristján B. Jónasson, eigandi forlagsins Crymogeu. Frá árinu 2010 hefur forlagið þróað línu ferðabóka sem ber yfirskriftina 22 Places. Hver bók er tileinkuð ákveðnu landi og inniheldur myndir og texta um 22 staði sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ljósmyndir taka Vigfús Birgisson og Páll Stefánsson en Jonas Moody, Eliza Reid og Nic Cavell rita texta. „Við byrjuðum á einni bók um Ísland en seldum fljótlega National Geographic í Þýskalandi hugmyndina um að gefa út fimm bækur um öll Norðurlöndin,“ segir Kristján. „Í framhaldinu náðum við samningum við stærstu útgáfu Finnlands, WSOY, og stærstu útgáfu Svíþjóðar, Bonnier.“ Alls hafa verið prentaðar 50 þúsund bækur um fimm Norðurlönd. Þær fást í Þýskalandi, Sviss og Austurríki á þýsku en eru seldar á ensku í Svíþjóð og Finnlandi. Bók um Færeyjar er væntanleg, auk þess sem bókin um Noreg er væntanleg á markað þar í landi á ensku. Portúgalskur útgefandi hefur keypt réttinn að bókinni um Noreg og ætlar að gefa hana út á portúgölsku í samvinnu við norsk stjórnvöld til að kynna Noreg um allan hinn portúgölskumælandi heim. Crymogea vinnur nú að gerð stórrar bókar fyrir National Geographic í Japan sem nefnist „111 Places You Absolutely Must See in Scandinavia“. Kristján segir það hafa verið kostnaðarsamt að koma verkefninu á laggirnar en upprunalegar áætlanir hafi engu að síður gengið upp. „Kostnaðurinn skilar sér á næstu tveimur árum með endurprentunum og endurútgáfum. Eftir því sem við söfnum upp meira efni aukast möguleikarnir á verkefnum á borð við það japanska, þar sem við erum í rauninni að endurpakka efni sem við eigum nú þegar til, eða við getum gefið út stærri rit.“ Möguleikarnir eru ekki bara bundnir við bókaútgáfu, að mati Kristjáns. „Markmiðið er að koma upp gagnabanka um hvern og einn stað og þétta hann með tíð og tíma. Það eru síðan til alls kyns leiðir til að miðla því efni, hvort heldur er á netsíðum eða með einhvers konar appi. Það er hægt að þróa þetta í ýmsar áttir en fyrst um sinn ætlum við að einbeita okkur að bókamarkaðnum.“ Væntanlegar eru fleiri bækur í 22 Places í ritröðinni árin 2014 og 2015. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Frá upphafi hefur verið unnið að því hér á útgáfunni að koma stóru alþjóðlegu verkefni á koppinn svo reksturinn standi ekki bara á innlenda fætinum,“ segir Kristján B. Jónasson, eigandi forlagsins Crymogeu. Frá árinu 2010 hefur forlagið þróað línu ferðabóka sem ber yfirskriftina 22 Places. Hver bók er tileinkuð ákveðnu landi og inniheldur myndir og texta um 22 staði sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ljósmyndir taka Vigfús Birgisson og Páll Stefánsson en Jonas Moody, Eliza Reid og Nic Cavell rita texta. „Við byrjuðum á einni bók um Ísland en seldum fljótlega National Geographic í Þýskalandi hugmyndina um að gefa út fimm bækur um öll Norðurlöndin,“ segir Kristján. „Í framhaldinu náðum við samningum við stærstu útgáfu Finnlands, WSOY, og stærstu útgáfu Svíþjóðar, Bonnier.“ Alls hafa verið prentaðar 50 þúsund bækur um fimm Norðurlönd. Þær fást í Þýskalandi, Sviss og Austurríki á þýsku en eru seldar á ensku í Svíþjóð og Finnlandi. Bók um Færeyjar er væntanleg, auk þess sem bókin um Noreg er væntanleg á markað þar í landi á ensku. Portúgalskur útgefandi hefur keypt réttinn að bókinni um Noreg og ætlar að gefa hana út á portúgölsku í samvinnu við norsk stjórnvöld til að kynna Noreg um allan hinn portúgölskumælandi heim. Crymogea vinnur nú að gerð stórrar bókar fyrir National Geographic í Japan sem nefnist „111 Places You Absolutely Must See in Scandinavia“. Kristján segir það hafa verið kostnaðarsamt að koma verkefninu á laggirnar en upprunalegar áætlanir hafi engu að síður gengið upp. „Kostnaðurinn skilar sér á næstu tveimur árum með endurprentunum og endurútgáfum. Eftir því sem við söfnum upp meira efni aukast möguleikarnir á verkefnum á borð við það japanska, þar sem við erum í rauninni að endurpakka efni sem við eigum nú þegar til, eða við getum gefið út stærri rit.“ Möguleikarnir eru ekki bara bundnir við bókaútgáfu, að mati Kristjáns. „Markmiðið er að koma upp gagnabanka um hvern og einn stað og þétta hann með tíð og tíma. Það eru síðan til alls kyns leiðir til að miðla því efni, hvort heldur er á netsíðum eða með einhvers konar appi. Það er hægt að þróa þetta í ýmsar áttir en fyrst um sinn ætlum við að einbeita okkur að bókamarkaðnum.“ Væntanlegar eru fleiri bækur í 22 Places í ritröðinni árin 2014 og 2015.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira