Íslenski boltinn

Haukar og Djúpmenn á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm

Fjórum leikjum er lokið í 1. deild karla í dag. Haukar og BÍ/Bolungarvík unnu leiki sína og eru jöfn á toppi deildarinnar.

Haukar, undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, unnu 1-0 sigur á Fjölni með marki Hilmars Rafns Emilssonar í upphafi síðari hálfleiks.

Þá vann BÍ/Bolungarvík sigur á Selfossi, 4-3, í miklum markaleik fyrir vestan. Ben J. Everson skoraði tvö marka Djúpmanna í leiknum.

Bæði lið eru með níu stig á toppi deildarinnar. Leiknir lyfti sér svo upp í þriðja sætið með átta stig eftir 2-1 sigur á KA.

Víkingur er svo skammt undan með sjö stig eftir 1-1 jafntefli við KF í dag.

Einn leikur er nýhafinn en það er viðureign Völsungs og Þróttar.

Úrslitin:

BÍ/Bolungarvík - Selfoss 4-3

1-0 Ben J. Everson (4.)

1-1 Joseph David Yoffe (18.)

2-1 Nigel Quashie (24.)

3-1 Ben J. Everson (49.)

3-2 Joseph David Yoffe (55.)

4-2 Alexander Veigar Þórarinsson (82.)

Haukar - Fjölnir 1-0

1-0 Hilmar Rafn Emilsson (55.)

Víkingur - KF 1-1

1-0 Aron Elís Þrándarson (22.)

1-1 Eiríkur Ingi Magnússon (73.)

Leiknir - KA 2-1

1-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson (52.)

1-1 Kristján Freyr Óðinsson (53.)

2-1 Stefán Birgir Jóhannesson (60.)

Upplýsingar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×