Fór holu í höggi og setti vallarmet Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. júní 2013 21:11 Fannar Ingi slær. MYND/GSIMYNDIR.NET Ungur Hvergerðingur Fannar Ingi Steingrímsson stal senunni á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk á Hellu nú síðdegis. Fannar setti vallarmet þegar hann lék völlinn á 61 höggi eða 9 undir pari í flokki 15-16 ára drengja. Fannar vann flokkinn á alls 3 undir pari en hann fór holu í höggi á 8. holu vallarins í dag. „Ég var aldrei að hugsa um vallarmet eða skorið yfirleitt en það var auðvitað gaman að fara holu í höggi,“ sagði Fannar við kylfingur.is í dag eftir hringinn ótrúlega. Fannar lék nýverið á alþjóðlegu unglingamóti í Skotlandi þar sem hann hafnaði í 6. sæti, einu höggi frá 2. sætinu. Þessi bráðefnilegi kylfingur var að vonum ánægður með árangurinn. „Ég var þreyttur og aðstæður voru gjörólíkar þar sem flatirnar voru svo miklu hraðari í Skotlandi. Eftir smá hvíld og aðlögun að flötunum á Hellu var ég kominn í góðan gír,“ sagði Fannar. Birgir Björn Magnússon GK hafnaði í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Fannari en hann fór síðustu holuna á 8 höggum eða fjórum yfir pari. Kristófer Orri Þórðarson GKG hafnaði í þriðja sæti. Bráðbana þurfti til að knýja fram úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri. Ingvar A. Magnússon GR vann Kristján B. Sveinsson á 2. holu bráðabanans. Ragnar Már Garðarsson GKG vann í flokki pilta 17-18 ára og Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG vann í stúlknaflokki 17-18 ára. Ragnhildur Kristinsdóttir GR vannn í flokki telpna 15-16 ára og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir í GR vann í flokki stelpna 14 ára og yngri. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ungur Hvergerðingur Fannar Ingi Steingrímsson stal senunni á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk á Hellu nú síðdegis. Fannar setti vallarmet þegar hann lék völlinn á 61 höggi eða 9 undir pari í flokki 15-16 ára drengja. Fannar vann flokkinn á alls 3 undir pari en hann fór holu í höggi á 8. holu vallarins í dag. „Ég var aldrei að hugsa um vallarmet eða skorið yfirleitt en það var auðvitað gaman að fara holu í höggi,“ sagði Fannar við kylfingur.is í dag eftir hringinn ótrúlega. Fannar lék nýverið á alþjóðlegu unglingamóti í Skotlandi þar sem hann hafnaði í 6. sæti, einu höggi frá 2. sætinu. Þessi bráðefnilegi kylfingur var að vonum ánægður með árangurinn. „Ég var þreyttur og aðstæður voru gjörólíkar þar sem flatirnar voru svo miklu hraðari í Skotlandi. Eftir smá hvíld og aðlögun að flötunum á Hellu var ég kominn í góðan gír,“ sagði Fannar. Birgir Björn Magnússon GK hafnaði í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Fannari en hann fór síðustu holuna á 8 höggum eða fjórum yfir pari. Kristófer Orri Þórðarson GKG hafnaði í þriðja sæti. Bráðbana þurfti til að knýja fram úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri. Ingvar A. Magnússon GR vann Kristján B. Sveinsson á 2. holu bráðabanans. Ragnar Már Garðarsson GKG vann í flokki pilta 17-18 ára og Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG vann í stúlknaflokki 17-18 ára. Ragnhildur Kristinsdóttir GR vannn í flokki telpna 15-16 ára og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir í GR vann í flokki stelpna 14 ára og yngri.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira