Subaru hefur ekki við í BNA Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 10:30 Subaru Forester Bílar Subaru eru hreinlega rifnir út í Bandaríkjunum og fyrirtækið hefur ekki við að framleiða uppí eftirspurnina. Vandi Subaru, sem teljast verður af jákvæðari gerðinni, er fólginn í því að erfitt er að auka framleiðsluna mikið í þeim verksmiðjum sem Subaru á. Sem dæmi átti verksmiðjan sem framleiðir Subaru Forester að hámarki að framleiða 8.000 bíla í mánuði, en þar eru nú framleiddir 10.000 á mánuði og allt á yfirsnúningi. Feykileg eftirspurn er einmitt eftir þeim ágæta bíl, en það á reyndar við flestar gerðir Subaru bíla. Að meðaltali eru bílaframleiðendur í Bandaríkjunum með 60 daga lager og telst það eðlilegt svo sinna megi eftirspurn með eðlilegum hætti. Í tilviki Subaru er lagerinn aðeins til 16 daga og við blasir að margir þeir er ætla að festa sér Subaru bíl verði að bíða eftir afgreiðslu hans og þá er alltaf hætta á að fólk snúi sér annað. Þessi góða sala Subaru í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að sölumarkmið Subaru þar fyrir árið 2016 mun líklega nást strax á þessu ári, þ.e. 380.000 bílar. Sala Subaru í Bandaríkjunum nemur helmingi alls þess sem Subaru selur utan heimalandsins. Eigandi Subaru er risafyrirtækið Fuji Heavy Industries og skilaði það methagnaði í fyrra og ekki stefnir í verra í ár. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent
Bílar Subaru eru hreinlega rifnir út í Bandaríkjunum og fyrirtækið hefur ekki við að framleiða uppí eftirspurnina. Vandi Subaru, sem teljast verður af jákvæðari gerðinni, er fólginn í því að erfitt er að auka framleiðsluna mikið í þeim verksmiðjum sem Subaru á. Sem dæmi átti verksmiðjan sem framleiðir Subaru Forester að hámarki að framleiða 8.000 bíla í mánuði, en þar eru nú framleiddir 10.000 á mánuði og allt á yfirsnúningi. Feykileg eftirspurn er einmitt eftir þeim ágæta bíl, en það á reyndar við flestar gerðir Subaru bíla. Að meðaltali eru bílaframleiðendur í Bandaríkjunum með 60 daga lager og telst það eðlilegt svo sinna megi eftirspurn með eðlilegum hætti. Í tilviki Subaru er lagerinn aðeins til 16 daga og við blasir að margir þeir er ætla að festa sér Subaru bíl verði að bíða eftir afgreiðslu hans og þá er alltaf hætta á að fólk snúi sér annað. Þessi góða sala Subaru í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að sölumarkmið Subaru þar fyrir árið 2016 mun líklega nást strax á þessu ári, þ.e. 380.000 bílar. Sala Subaru í Bandaríkjunum nemur helmingi alls þess sem Subaru selur utan heimalandsins. Eigandi Subaru er risafyrirtækið Fuji Heavy Industries og skilaði það methagnaði í fyrra og ekki stefnir í verra í ár.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent