Helmingur ársframleiðslu Jaguar F-Type seldur Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 11:45 Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent