Bíó og sjónvarp

Vill fleiri kvenhetjur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Scarlett Johansson var hörð í horn að taka í The Avengers.
Scarlett Johansson var hörð í horn að taka í The Avengers.

Joss Whedon, leikstjóri The Avengers, segir þörf á fleiri kvenhetjum í kvikmyndum. Hann segist vera orðinn pirraður á skorti á sterkum fyrirmyndum fyrir stúlkur og vonast til þess að vinsældir seríunnar um Hungurleikana marki upphaf breytinga.

„Leikfangaframleiðendur segja kvenhetjur ósöluvænar og kvikmyndagerðarfólk notar þessar tvær hræðilegu myndir um kvenkyns ofurhetjur sem hafa verið gerðar sem afsökun fyrir því að gera ekki fleiri,“ segir Whedon í samtali við The Daily Beast.

Hann segir þetta heimskulegt hugarfar, og nefnir að dóttir sín hafi haldið mest upp á kvenhetjurnar tvær í Avengers-myndinni. „Auðvitað gerði hún það,“ segir leikstjórinn, en hann vinnur nú að framhaldsmynd sem frumsýnd verður árið 2015.

Það eru fjórir karlar sem eru mest áberandi í Avengers-genginu, þeir Captain America, Iron Man, Thor og Hulk. Leikkonan Scarlett Johansson gaf fjórmenningunum þó lítið eftir í hlutverki sínu sem Black Widow í fyrri myndinni, og er eðlilegt að spyrja sig hvort orð leikstjórans bendi til þess að persónan fái meira vægi í framhaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×