Golf

Fimmtán ára gutti leiðir í karlaflokki

Fannar Ingi eftir hringinn í dag.
Fannar Ingi eftir hringinn í dag. mynd/gsí

Hið 15 ára undrabarn Fannar Ingi Steingrímsson heldur áfram að slá í gegn í íslenska golfheiminum en hann leiðir eftir fyrsta hringinn á Securitas-mótinu sem er annað mót Eimskipsmótaraðarinnar.

Reynsluboltarnir á mótaröðinni áttu ekkert í strákinn í dag en hann lék á 65 höggum og er með tveggja högga forskot.

Verður gríðarlega spennandi að sjá hvort Fannar Ingi nái að fylgja þessum hring eftir um helgina.

Ingunn Gunnarsdóttir leiðir í kvennaflokki en hún lék á 72 höggum. Anna Sólveig Snorradóttir er tveim höggum á eftir Ingunni.

Staðan í karlaflokki:

1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 65 (-5)

2.-4. Páll Theodórsson, GKJ 67 (-3)

2.-4. Haraldur Franklín Magnús, GR 67 (-3)

2.-4. Björgvin Sigurbergsson, GK 67 (-3)

5.-6. Stefán Þór Bogason, GR 68 (-2)

5.-6. Örlygur Helgi Grímsson, GV 68 (-2)

Staðan í kvennaflokki:

1. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 72 (2)

2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 74 (4)

3.-4. Signý Arnórsdóttir, GKv 75 (5)

3.-4. Karen Guðnadóttir, GS 75 (5)

5. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR 76 (6)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×