Golf

Tiger mætir sínum gamla kylfusveini

Samskipti Tiger og Williams verða undir smásjánni.
Samskipti Tiger og Williams verða undir smásjánni.

Skipuleggjendur US Open eru búnir að gefa út ráshópana fyrir fyrstu tvo hringi mótsins. Þrír bestu kylfingar heims munu spila saman.

Það eru þeir Tiger Woods, Rory McIlroy og Adam Scott sem verða saman í holli og augu golfheimsins munu verða límd á það holl.

Tiger er ekki óvanur því að vera í sterkum hollum en hann spilaði með Phil Mickelson og Bubba Watson í fyrra.

Fyrrum kylfusveinn Tigers, Steve Williams, er nú kylfusveinn hjá Scott en það er ekki gróið um heilt á milli Tiger og Williams eftir að sá síðarnefndi vandaði Tiger ekki kveðjurnar eftir að hafa misst starf sitt hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×