Handbolti

Ekkert HM fyrir stelpurnar

Karen Knútsdóttir á ferðinni í fyrri leik liðanna.
Karen Knútsdóttir á ferðinni í fyrri leik liðanna.

HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins dó endanlega í dag er liðið tapaði öðru sinni, 26-21, fyrir Tékkum. Það eru Tékkar sem fara á HM í Serbíu en tékkneska liðið vann einnig fyrri leikinn, 17-29.

Íslenska liðið átti aldrei möguleika í dag og var að elta allan leikinn.

Í stöðunni 21-11 ákváðu stelpurnar að láta ekki valta yfir sig öðru sinni. Skoruðu sex mörk í röð og gerðu það besta úr stöðunni.

Niðurstaðan mikil vonbrigði en íslenska liðið taldi sig eiga góða möguleika í rimmunni en styrkleikamunurinn var að lokum mun meiri en talið var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×