Sportbíll BMW-Toyota sýndur í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2013 08:45 Samstarfið handsalað fyrr á þessu ári. Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent
Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent