Audi framúr BMW í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. maí 2013 08:45 Audi Q3 jepplingurinn Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent
Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent