Kia frestar Quoris Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2013 08:45 Kia hafði uppi áform um að kynna lúxusbílinn Quoris á næsta ári utan heimalandsins, en þar er hann nú þegar kominn í sölu undir nafninu K9. Quoris mun þó bíða til ársins 2015. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Kia er að kynna 7 nýja bíla á næstunni og vill ekki að Quoris drukkni inná milli þeirra kynninga. Kia Quoris er fullvaxinn bíll með miklum lúxus og mun fást með sex strokka 333 hestafla vél eða 8 strokka 429 hestafl vél með 5,0 lítra sprengirými. Hann er byggður á sama undirvagni og Hyundai Genesis, sem fengið hefur góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Auk þess mun hann bjóðast með sömu vélum. Kia hefur uppi stór áform um að keppa við þýsku og japönsku lúxusbílaframleiðendurna BMW, Audi, Mercedes Benz og Lexus og segir að fyrirtækið muni standa jafnfætis þeim frá og með árinu 2017. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Kia hafði uppi áform um að kynna lúxusbílinn Quoris á næsta ári utan heimalandsins, en þar er hann nú þegar kominn í sölu undir nafninu K9. Quoris mun þó bíða til ársins 2015. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Kia er að kynna 7 nýja bíla á næstunni og vill ekki að Quoris drukkni inná milli þeirra kynninga. Kia Quoris er fullvaxinn bíll með miklum lúxus og mun fást með sex strokka 333 hestafla vél eða 8 strokka 429 hestafl vél með 5,0 lítra sprengirými. Hann er byggður á sama undirvagni og Hyundai Genesis, sem fengið hefur góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Auk þess mun hann bjóðast með sömu vélum. Kia hefur uppi stór áform um að keppa við þýsku og japönsku lúxusbílaframleiðendurna BMW, Audi, Mercedes Benz og Lexus og segir að fyrirtækið muni standa jafnfætis þeim frá og með árinu 2017.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent