Kannski vont fyrir meðalmanneskju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2013 11:30 Anna Garðarsdóttir reiknar ekki með að geta spilað með liði sínu á ný fyrr en á seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. Anna var nýbúin að ná sér góðri af bakmeiðslum sem höfðu hrjáð hana í allan vetur þegar hún fékk botnlangakast í síðustu viku. Hún náði aðeins að spila í nokkrar mínútur með Selfossi í fyrstu umferð mótsins áður en það dundi yfir. „Þetta gengur eins og í sögu - ég er að verða eins og ný,“ sagði hún í léttum tón þegar að Vísir heyrði í henni í morgun. Hún kvartaði ekki mikið undan því hvort upplifunin hafi verið sársaukafull. „Kannski fyrir meðalmanneskju,“ segir hún og hlær. „En jú, þetta var frekar óþægilegt.“ Fyrstu vikuna eftir aðgerð var hún „ónýt“ eins og hún segir sjálf. „En ég er öll að koma til. Ég ætla þó ekki að setja neina pressu á mig og stefni að því að koma til baka á seinni hluta tímabilsins.“ „Úthaldið er ekkert hjá mér og ég get varla gengið upp stiga. Ég verð móð við það eitt að tala í símann.“ Hún segir það svekkjandi að geta ekki hjálpað liðsfélögum sínum í Selfossi en hún gekk til liðs við félagið í haust. „Þau hafa verið góð við mig og þetta er frábær klúbbur. Ég vildi þvó ólm gera allt sem ég get fyrir þau. Svo get ég ekki gert neitt,“ segir hún. Anna segir að bakmeiðslin hafi verið að hrjá hana síðan í október. „Ég náði tveimur æfingum áður og leið mjög vel í bakinu. En þá gerðist þetta. Ég hef greinilega gert eitthvað af mér í síðasta lífi.“ „Það var búið að grínast með það í vetur að ég yrði bara „waterboy“ á hliðarlínunni í sumar og nú er það að verða að veruleika. Ég mun bara sjá um brúsana,“ bætti hún við. Selfoss hefur farið vel af stað í Pepsi-deild kvenna og liðið var ósigrað eftir þrjár umferðir. Liðið er nú með sjö stig eftir fjóra leiki í fjórða sæti. „Þetta var óskabyrjun og virkilega mikilvæg stig sem við fengum. Það er mikilvægt fyrir svona ungt lið að byrja vel og þessar stelpur stóðu sig mjög vel.“ „Við höldum bara áfram og tökum einn leik fyrir í einu.“ Anna í leik með KR í fyrra.Mynd/Vilhelm Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Anna Garðarsdóttir reiknar ekki með að geta spilað með liði sínu á ný fyrr en á seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. Anna var nýbúin að ná sér góðri af bakmeiðslum sem höfðu hrjáð hana í allan vetur þegar hún fékk botnlangakast í síðustu viku. Hún náði aðeins að spila í nokkrar mínútur með Selfossi í fyrstu umferð mótsins áður en það dundi yfir. „Þetta gengur eins og í sögu - ég er að verða eins og ný,“ sagði hún í léttum tón þegar að Vísir heyrði í henni í morgun. Hún kvartaði ekki mikið undan því hvort upplifunin hafi verið sársaukafull. „Kannski fyrir meðalmanneskju,“ segir hún og hlær. „En jú, þetta var frekar óþægilegt.“ Fyrstu vikuna eftir aðgerð var hún „ónýt“ eins og hún segir sjálf. „En ég er öll að koma til. Ég ætla þó ekki að setja neina pressu á mig og stefni að því að koma til baka á seinni hluta tímabilsins.“ „Úthaldið er ekkert hjá mér og ég get varla gengið upp stiga. Ég verð móð við það eitt að tala í símann.“ Hún segir það svekkjandi að geta ekki hjálpað liðsfélögum sínum í Selfossi en hún gekk til liðs við félagið í haust. „Þau hafa verið góð við mig og þetta er frábær klúbbur. Ég vildi þvó ólm gera allt sem ég get fyrir þau. Svo get ég ekki gert neitt,“ segir hún. Anna segir að bakmeiðslin hafi verið að hrjá hana síðan í október. „Ég náði tveimur æfingum áður og leið mjög vel í bakinu. En þá gerðist þetta. Ég hef greinilega gert eitthvað af mér í síðasta lífi.“ „Það var búið að grínast með það í vetur að ég yrði bara „waterboy“ á hliðarlínunni í sumar og nú er það að verða að veruleika. Ég mun bara sjá um brúsana,“ bætti hún við. Selfoss hefur farið vel af stað í Pepsi-deild kvenna og liðið var ósigrað eftir þrjár umferðir. Liðið er nú með sjö stig eftir fjóra leiki í fjórða sæti. „Þetta var óskabyrjun og virkilega mikilvæg stig sem við fengum. Það er mikilvægt fyrir svona ungt lið að byrja vel og þessar stelpur stóðu sig mjög vel.“ „Við höldum bara áfram og tökum einn leik fyrir í einu.“ Anna í leik með KR í fyrra.Mynd/Vilhelm
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira