Henrik Fisker vill kaupa Fisker á slikk Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2013 18:00 Fisker Karma Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent
Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent