Starfsfólk Volkswagen fær 5,7% launahækkun Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 10:30 Í verksmiðju Volkswagen Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent
Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent