Fótbolti

Fanndís og félagar fögnuðu sigri í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fanndís Friðriksdóttir var í byrjunarliði Kolbotn þegar liðið vann 3-1 sigur á Avaldsnes í Íslendingaslag í norsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Kolbotn hefur unnið 4 af 5 fyrstu leikjum sínum og er í þriðja sæti deildarinnar.

Fanndís spilaði 83 fyrstu mínútur leiksins en hjá liði Avaldsnes var Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu og þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir byrjuðu allar. Hólmfríður var tekin útaf á 75. mínútu en hinar þrjár kláruðu leikinn.

Andrea Berild, Ingvild Landvik Isaksen og Ellen Wang komu Kolbotn í 3-0 en Linnea Liljegärd minnkaði muninn fyrir Avaldsnes-liðið sem hefur aðeins náð að vinna einn af fyrstu fimm leikjum sínum.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar hennar í Arna Björnar voru í miklu stuði þegar þær unnu 8-1 sigur á Medkila. Gunnhildur Yrsa byrjaði leikinn en var tekin útaf á 69. mínútu í stöðunni 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×