Dómarinn brást ekki við söngvum um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2013 19:45 Bojan Pandzic ásamt aðstoðarmönnum sínum á góðri stundu, Mynd/www.daladomare.n.nu Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira