Dómarinn brást ekki við söngvum um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2013 19:45 Bojan Pandzic ásamt aðstoðarmönnum sínum á góðri stundu, Mynd/www.daladomare.n.nu Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn