Tesla slær við þýsku lúxusbílaframleiðendunum 13. maí 2013 15:39 Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent