Forester og Outlander bestir í árekstrarprófi Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 15:00 Subaru Forester styttur að framanverðu Það voru bara Subaru Forester og Mitsubishi Outlander sem stóðust nýjasta árekstrarpróf IIHs (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandríkjunum með viðunandi einkunn. Prófaðir voru alls 13 jepplingar og jeppar. Allir hinir fengu einkunnina „óviðunandi“ eða “á mörkunum“. Átti það við um Ford Escape, BMW X1, Honda CR-V, Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-5, Nissan Quasqai, Volkswagen Tiguan, Buick Encore, Jeep Patriot og Jeep Wrangler. Subaru Forester bíllinn fékk hærri einkunn þeirra tveggja bestu, þ.e. "gott" en Mitsubishi Outlander fékk „viðunandi“. Helsta ástæðan fyrir góðri einkunn Forester og Outlander er að farangursrýmið á þeim báðum er mjög vel varið og þangað inn komust fremri bílpartar ekki við árekstur. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Það voru bara Subaru Forester og Mitsubishi Outlander sem stóðust nýjasta árekstrarpróf IIHs (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandríkjunum með viðunandi einkunn. Prófaðir voru alls 13 jepplingar og jeppar. Allir hinir fengu einkunnina „óviðunandi“ eða “á mörkunum“. Átti það við um Ford Escape, BMW X1, Honda CR-V, Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-5, Nissan Quasqai, Volkswagen Tiguan, Buick Encore, Jeep Patriot og Jeep Wrangler. Subaru Forester bíllinn fékk hærri einkunn þeirra tveggja bestu, þ.e. "gott" en Mitsubishi Outlander fékk „viðunandi“. Helsta ástæðan fyrir góðri einkunn Forester og Outlander er að farangursrýmið á þeim báðum er mjög vel varið og þangað inn komust fremri bílpartar ekki við árekstur.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent