100.000 Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 10:45 Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent