Fótbolti

Falcao búinn að vinna sjö úrslitaleiki í röð - hefur aldrei tapað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Radamel Falcao fagnar í kvöld.
Radamel Falcao fagnar í kvöld. Mynd/AFP

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao varð í kvöld spænskur bikarmeistari með Atlético Madrid en liðið vann þá 2-1 sigur á Real Madrid í framlengdum bikarúrslitaleik á Santiago Bernabéu.

Falcao hefur aldrei tapað úrslitaleik en þetta var sjöundi úrslitaleikurinn í röð þar sem hann er í sigurliði. Kólumbíumaðurinn lagði upp fyrra mark Atlético í kvöld.

Falcao hefur skorað átta mörk í þessum sjö úrslitaleikjum þar af þrennu á móti Chelsea í Meistarakeppni UEFA síðasta haust og samtals þrjú mörk í tveimur úrslitaleikjum sínum í Evrópudeildinni.

Úrslitaleikir Radamel Falcao:

Úrslitaleikur portúgalska bikarsins 2010

2-1 sigur á Chaves - skoraði 1 mark

Úrslitaleikur portúgölsku meistarakeppninnar 2010

2-1 sigur á Benfica - skoraði 1 mark

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar 2011

1-0 sigur á Braga - skoraði 1 mark

Úrslitaleikur portúgölsku meistarakeppninnar 2011

2-1 sigur á Vitória de Guimaraes - kom inn á sem varamaður

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar 2012

3-0 sigur á Athletic Bilbao - skoraði 2 mörk

Úrslitaleikur Meistarakeppni UEFA 2012:

4-1 sigur á Cheslea - skoraði 3 mörk

Úrslitaleikur spænska bikarsins 2013

2-1 sigur á Real Madrid - gaf stoðsendingu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×