Tæknivæddur S-Class 18. maí 2013 16:34 Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent
Mercedes-Benz frumsýndi flaggskipið S-Class við hátíðlega athöfn í Hamborg á miðvikudagskvöldið. Benz telur S-Class tæknivæddasta fólksbíl sem framleiddur hefur verið. Bíllinn er örlítið stærri en forverinn í grunngerð, 2,8 cm breiðari, 2,5 cm lægri og 2 cm lengri. Vélarnar sem eru í boði í bílnum er S350 með 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, S400 með 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél (hybrid) og S500 með 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum. Í S-Class eru myndavélar og ratsjárskynjarar sem skanna veginn og akreinar umhverfis bílinn. Búnaðurinn skynjar þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða og varar ökumann við yfirvofandi hættu. Hann veit þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti bremsað og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara vegfarendur við yfirvofandi hættu. S-Class getur að auki beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina á bílnum vegna þreytu.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent