Segir Framara hafa dæmt leikinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. maí 2013 22:25 Aron Kristjánsson í Safamýri í kvöld Mynd/Daníel "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört." Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
"Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43