Arnór Sveinn orðinn grænmetisæta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 14:15 Arnór birti þessa mynd á Instagram á dögunum. Við hana skrifaði hann: "Ef ég fer í hermannabuxur og gallaskyrtu, get ég þá opnað tískublogg?“ Mynd/Instagram Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira