Porsche 911 Turbo er 2,9 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2013 15:13 40 ár eru liðin frá komu fyrsta Porsche 911 Turbo. Porsche heldur nú uppá 40 ára afmæli Porsche 911 Turbo bílsins með því að kynna nýjustu kynslóð hans. Þar fer enginn aumingi því öflugri gerð hans, 911 Turbo S er ekki nema 2,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 318 km/klst, enda með 560 hestöfl til taks. Aflminni útfærsla bílsins sem ekki skartar ekki S í nafninu er “bara” 520 hestöfl og fer sprettinn í hundrað á 3,2 sekúndum, sem dugar líklega flestum. Sá öflugri fer Nürburgring brautina á undir sjö og hálfri mínútu. Báðir bílarnir eru útbúnir 7 gíra PDK sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Skiptingin sú er í raun tvær samsettar skiptingar þar sem önnur þeirra er með oddatölugírana en hin jafntölugírana og bakkgírinn. Með því móti er tryggð svo hröð skipting að fyrir því finnst ekki og skiptinga milli gíra teljast í nanosekúndum. Bílarnir eru með stop/start tækni og eyðsla þeirr lækkar verulega frá síðustu kynslóð. Porsche 911 Turbo kemur á markað á seinni hluta ársins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent
40 ár eru liðin frá komu fyrsta Porsche 911 Turbo. Porsche heldur nú uppá 40 ára afmæli Porsche 911 Turbo bílsins með því að kynna nýjustu kynslóð hans. Þar fer enginn aumingi því öflugri gerð hans, 911 Turbo S er ekki nema 2,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 318 km/klst, enda með 560 hestöfl til taks. Aflminni útfærsla bílsins sem ekki skartar ekki S í nafninu er “bara” 520 hestöfl og fer sprettinn í hundrað á 3,2 sekúndum, sem dugar líklega flestum. Sá öflugri fer Nürburgring brautina á undir sjö og hálfri mínútu. Báðir bílarnir eru útbúnir 7 gíra PDK sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Skiptingin sú er í raun tvær samsettar skiptingar þar sem önnur þeirra er með oddatölugírana en hin jafntölugírana og bakkgírinn. Með því móti er tryggð svo hröð skipting að fyrir því finnst ekki og skiptinga milli gíra teljast í nanosekúndum. Bílarnir eru með stop/start tækni og eyðsla þeirr lækkar verulega frá síðustu kynslóð. Porsche 911 Turbo kemur á markað á seinni hluta ársins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent