Meistararnir misstigu sig en Blikar sluppu með skrekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2013 17:30 Mynd/Valli Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira