Tesla skilar hagnaði í fyrsta sinn Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 14:30 Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent
Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent