Góðgæti frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2013 11:15 Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent
Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent