Sharapova andlit Porsche Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 10:15 Tennisdrottningin mun kynna bíla Porsche um allan heim næstu þrjú árin. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova hefur nú gengið til liðs við þýska lúxusbílaframleiðandann Porsche og mun næstu þrjú árin kynna bíla Porsche um allan heim. Sharapova er ekki óreynd í þeim bransanum því hún skrifaði undir samskonar þriggja ára samnig við Land Rover árið 2006. Porsche mönnum finnst Maria Sharapova afskaplega viðeigandi manneskja til að tengja við bíla sína, en hún er sigursæl eins og bílar Porsche, kraftmikil og hefur á sér mjög eðlan blæ og fegurð. Allt passar það mjög vel við bíla Porsche, auk þess sem hún er jafn kunn að góðu um víðan völl líkt og Porsche. Sumum kemur þessi tenging reyndar á óvart en Porsche hefur hingað til frekar tengt sig við hitt kynið og þess afls sem karllíkaminn á sameiginlegt Porsche bílum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent
Tennisdrottningin mun kynna bíla Porsche um allan heim næstu þrjú árin. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova hefur nú gengið til liðs við þýska lúxusbílaframleiðandann Porsche og mun næstu þrjú árin kynna bíla Porsche um allan heim. Sharapova er ekki óreynd í þeim bransanum því hún skrifaði undir samskonar þriggja ára samnig við Land Rover árið 2006. Porsche mönnum finnst Maria Sharapova afskaplega viðeigandi manneskja til að tengja við bíla sína, en hún er sigursæl eins og bílar Porsche, kraftmikil og hefur á sér mjög eðlan blæ og fegurð. Allt passar það mjög vel við bíla Porsche, auk þess sem hún er jafn kunn að góðu um víðan völl líkt og Porsche. Sumum kemur þessi tenging reyndar á óvart en Porsche hefur hingað til frekar tengt sig við hitt kynið og þess afls sem karllíkaminn á sameiginlegt Porsche bílum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent