Riise hraunar yfir félaga sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 06:30 Riise í vænni klemmu á milli risans Brede Hangeland og Íslendinganna Arons Einars og Kára Árnasonar. Mynd/Vilhelm Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira