Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 13. apríl 2013 16:30 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar byrjuðu leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin en það tók ÍR-inga fimm mínútur að komast á blað. Haukar léku fast og komu virkilega framarlega á völlinn varnarlega. Þetta virtist koma ÍR í opna skjöldu og tók gestina langan tíma að komast í takt við leikinn. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan samt sem áður aðeins 6-5 fyrir Hauka og ÍR-ingar að sækja í sig veðrið. Gestirnir bættu vörn sína og Kristófer Fannar Guðmundsson fór í gang í markinu. Haukar voru um tíma í stökustu vandræðum að koma skoti á mark ÍR-inga og Breiðhyltingar sýndu í raun hvernig á að spila vörn í handbolta, þéttir og færanlegir. Þegar sex mínútur voru eftir af hálfleiknum komst ÍR yfir í fyrsta sinn í leiknum, 10-9, og var úrslitakeppniskrekkurinn greinilega farinn úr liðinu. Staðan var síðan 12-10 fyrir ÍR í hálfleik. Haukar þurftu að bæta leik sinn mikið ef ekki átti illa að fara. Markverðir liðanna voru báðir stórkostlegir í hálfleiknum en Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði tólf skot á fyrstu 30 mínútum leiksins og Kristófer Fannar varði ellefu. ÍR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 15-10. Það tók Hauka rúmlega fjórar mínútur að komast á blað í upphafi síðari hálfleiksins. Haukar fór þá reyndar vel í gang og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 15-14. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald fyrir að slá í andlitið á Sigurjóni Björnssyni, leikmanni ÍR, sem var sloppinn einn í gegn. Nokkuð strangur dómur en tvær mínútur hefðu líklega dugað. ÍR-ingar fengu vítakast og komust í 18-14. Haukar efldust við dóminn og þjöppuðu sér saman. Liðið minnkaði hægt og rólega muninn og náðu að jafna leikinn í stöðunni 19-19 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn var gríðarlega spennandi alveg út leiktímann og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 16 sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma höfðu ÍR-ingar eins marks forskot og Haukar með boltann. Gísli Jón Þórisson náði ágætu skoti á markið en Kristófer Fannar Guðmundsson varði sitt 22 skot í leiknum og tryggði þeim sigurinn. Niðurstaðan því sigur ÍR 24-23. ÍR leiðir því einvígið 1-0 en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitin. Sigurbergur Sveinsson gerði níu mörk fyrir Hauka í leiknum en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Björgvin: Þetta er bara einn punktur af þremur„Þetta er bara einn punktur af þremur og menn verða að halda sig á jörðinni,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í dag. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina strax eftir sturtuna en það er samt sem áður frábært að vinna hér í fyrsta leik, við þurftum alltaf að vinna leik hér í Hafnafirðinum.“ „Núna verður liðið bara að halda dampi og fylla Vesturbergið í næsta leik. Við lentum undir til að byrja með en sem betur fer komum við til baka og náðum að vera einu skrefi á undan Haukum nánast allan leikinn.“ „Vörn og markvarsla var frábær í dag og mér fannst þeir í raun bara skora þegar við vorum einum færri.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Sigurbergur: Þýðir ekkert að dvelja við þennan leik„Það er lítið hægt að dvelja við þennan leik,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við verðum bara að nýta kvöldið til að jafna okkur og byrja síðan strax að undirbúa næsta leik sem verður á þriðjudaginn í Vesturberginu.“ „Við byrjuðum leikinn vel en náðum bara ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Þetta þróaðist út í hörkuleik og datt bara með þeim í dag.“ „Við misnotum fjögur vítaköst sem er hreinlega allt of mikið í leik sem þessum. Þetta var bara stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim í kvöld.“ „Við verðum bara að setjast yfir þennan leik og skoða þetta vel. Það var margt gott í okkar leik í kvöld en sumt verður að bæta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar byrjuðu leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin en það tók ÍR-inga fimm mínútur að komast á blað. Haukar léku fast og komu virkilega framarlega á völlinn varnarlega. Þetta virtist koma ÍR í opna skjöldu og tók gestina langan tíma að komast í takt við leikinn. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan samt sem áður aðeins 6-5 fyrir Hauka og ÍR-ingar að sækja í sig veðrið. Gestirnir bættu vörn sína og Kristófer Fannar Guðmundsson fór í gang í markinu. Haukar voru um tíma í stökustu vandræðum að koma skoti á mark ÍR-inga og Breiðhyltingar sýndu í raun hvernig á að spila vörn í handbolta, þéttir og færanlegir. Þegar sex mínútur voru eftir af hálfleiknum komst ÍR yfir í fyrsta sinn í leiknum, 10-9, og var úrslitakeppniskrekkurinn greinilega farinn úr liðinu. Staðan var síðan 12-10 fyrir ÍR í hálfleik. Haukar þurftu að bæta leik sinn mikið ef ekki átti illa að fara. Markverðir liðanna voru báðir stórkostlegir í hálfleiknum en Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði tólf skot á fyrstu 30 mínútum leiksins og Kristófer Fannar varði ellefu. ÍR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 15-10. Það tók Hauka rúmlega fjórar mínútur að komast á blað í upphafi síðari hálfleiksins. Haukar fór þá reyndar vel í gang og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 15-14. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald fyrir að slá í andlitið á Sigurjóni Björnssyni, leikmanni ÍR, sem var sloppinn einn í gegn. Nokkuð strangur dómur en tvær mínútur hefðu líklega dugað. ÍR-ingar fengu vítakast og komust í 18-14. Haukar efldust við dóminn og þjöppuðu sér saman. Liðið minnkaði hægt og rólega muninn og náðu að jafna leikinn í stöðunni 19-19 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn var gríðarlega spennandi alveg út leiktímann og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 16 sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma höfðu ÍR-ingar eins marks forskot og Haukar með boltann. Gísli Jón Þórisson náði ágætu skoti á markið en Kristófer Fannar Guðmundsson varði sitt 22 skot í leiknum og tryggði þeim sigurinn. Niðurstaðan því sigur ÍR 24-23. ÍR leiðir því einvígið 1-0 en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitin. Sigurbergur Sveinsson gerði níu mörk fyrir Hauka í leiknum en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Björgvin: Þetta er bara einn punktur af þremur„Þetta er bara einn punktur af þremur og menn verða að halda sig á jörðinni,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í dag. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina strax eftir sturtuna en það er samt sem áður frábært að vinna hér í fyrsta leik, við þurftum alltaf að vinna leik hér í Hafnafirðinum.“ „Núna verður liðið bara að halda dampi og fylla Vesturbergið í næsta leik. Við lentum undir til að byrja með en sem betur fer komum við til baka og náðum að vera einu skrefi á undan Haukum nánast allan leikinn.“ „Vörn og markvarsla var frábær í dag og mér fannst þeir í raun bara skora þegar við vorum einum færri.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Sigurbergur: Þýðir ekkert að dvelja við þennan leik„Það er lítið hægt að dvelja við þennan leik,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við verðum bara að nýta kvöldið til að jafna okkur og byrja síðan strax að undirbúa næsta leik sem verður á þriðjudaginn í Vesturberginu.“ „Við byrjuðum leikinn vel en náðum bara ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Þetta þróaðist út í hörkuleik og datt bara með þeim í dag.“ „Við misnotum fjögur vítaköst sem er hreinlega allt of mikið í leik sem þessum. Þetta var bara stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim í kvöld.“ „Við verðum bara að setjast yfir þennan leik og skoða þetta vel. Það var margt gott í okkar leik í kvöld en sumt verður að bæta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira