Golf

Tiger sættir sig við refsinguna

Tiger á ferðinni í dag.
Tiger á ferðinni í dag.
Tiger Woods slapp við frávísun af Masters-mótinu fyrr í dag. Honum var þó refsað en hann fékk tveggja högga refsingu fyrir ólöglegt dropp sem þó var ekki viljandi.

Einhverjir málsmetandi menn í golfheiminum kölluðu eftir því í dag að Tiger myndi draga sig úr keppni. Hann varð ekki við þeim óskum og er nú að spila þriðja hringinn.

Hann sendi frá sér yfirlýsingu áður en hann fór af stað þar sem hann segist sætta sig við úrskurð dómaranefndarinnar.

Bein útsending er hafin frá þriðja hring Masters á Stöð 2 Sport og Sport HD.




Tengdar fréttir

Tiger slapp með skrekkinn

Tiger Woods var ekki vísað úr Masters-mótinu fyrir ólöglegt dropp á hringnum í gær. Hann fær aftur á móti tveggja högga víti frá dómaranefnd mótsins.

Örlög Tigers ráðast síðar í dag

Svo gæti farið að Tiger Woods verði rekinn úr Masters-mótinu. Því er haldið fram að hann hafi tekið ólöglegt högg á 15. brautinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×